• hlaup

    Langar ţig ađ hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • UFA bikar 2025
  • MÍ 11-14 2021

Jólamót Samherja 14 ára og yngri á Hrafnagili

5 iðkendur kepptu fyrir UFA á Jólamóti Samherja og stóðu þau sig með stakri prýði.

Irma Ósk Jónsdóttir sigraði í langstökki án atrennu, stökk 2.32m og í þrístökki án atrennu með stökk upp á 6.41m

Selma Líf Þórólfsdóttir sigraði í hástökki, stökk yfir hæðina 1.33m, langstökki án atrennu með stökk upp á 2,16 og í kúluvarpi þar sem hún kastaði 7,59m. Þá varð hún önnur í þrístökki án atrennu en hún stökk 5,27m

Dagný Guðmundsdóttir sigraði í þrístökki án atrennu, stökk 5,53m og varð önnur í hástökki þar sem hún stökk 1,30m, önnur í kúluvarpi með kast upp á 7,32m og önnur í langstökki án atrennu, stökk 2,00m

Tinna Rut Andrésdóttir varð þriðja í langstökki án atrennu en hún stökk 1,88m og þriðja í þrístökki án atrennu með stökk upp á 4,89m.

Davíð Geir Óliversson varð annar í langstökki án atrennu, stökk 1,73m og annar í kúluvarpi en hann kastaði kúlunni 6,04m

Til hamingju krakkar!


Svćđi

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA