Bjarki Gíslason setti í dag enn eitt aldursflokkametið í stangarstökki í flokki 19-22 ára þegar hann stökk 4.90m á MÍ í fjölþrautum en stangarstökk karla var ein af aukagreinum mótsins. Er þetta bæting hjá Bjarka um 7cm og í þriðja sinn á þessu ári sem hann bætir Íslandsmetið í þessum flokki. TIL HAMINGJU BJARKI!
Bjartmar Örnuson bætti árangur sinn í 800m hlaupi innanhúss þegar hann hljóp á tímanum 1:52,91 á móti í Gautaborg í dag, Road to Göteborg 2013, en þetta er jöfnun á besta tíma hans utanhúss og 4. besti tími Íslendings í 800m hlaupi innanhúss. TIL HAMINGJU BJARTMAR!
Stefán Þór Jósefsson er í öðru sæti eftir fyrri daginn í sjöþraut pilta 18-19 ára- Gangi þér vel á morgun Stebbi!
Steán Þór er eini keppandi UFA á MÍ í fjölþrautum, en keppt er í sjöþraut í karlaflokkum og í fimmtarþraut í kvennaflokkum.