• MÍ 11-14 2021
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • UFA bikar 2025

Stefnumótunarfundur um almenningshlaup

 Næstkomandi mánudagskvöld, 21. febrúar, heldur Langhlauparadeild UFA opinn stefnumótunarfund um almenningshlaup á vegum UFA. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Ferðamálastofu í Strandgötu og hefst kl. 21:00.

UFA stendur fyrir nokkrum almenningshlaupum á hverju ári. Þeirra stærst eru 1. maí hlaupið, Akureyrarhlaup og Gamlárshlaup. Gamlárshlaupið hefur verið að stækka undanfarin ár en hin tvö hafa staðið í stað eða jafnvel heldur dregið úr þátttöku.  Það eru því fyrst og fremst 1. maí hlapið og Akureyrarhlaupið sem verða til umræðu. Rætt verður hvernig við viljum hafa þessi hlaup, hvernig umgjörðin í kringum þau á að vera, hver markhópurinn er og hvernig við náum best til þess hóps sem við viljum fá í hlaupin

Við hvetjum alla þá sem vilja hafa eitthvað um málið að segja að mæta á fundinn og taka þátt í umræðunni.

Stjórn Langhlauparadeildar UFA


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA