Úrslit úr vetrarhlaupinu sem fram fór síðastliðinn laugardag eru nú komin inn á síðuna. Stefán Viðar Valgarðsson var fyrstur karla á 39:35, annar var Snævar Már Gestsson á 39:59 og þriðji var Ásgeir Ívarsson á 43:26. Fyrst kvenna var Sigríður Einarsdóttir á 46:45, önnur var Sonja Sif Jóhannsdóttir á 49:09 og þriðja var Guðrún Nýbjörg Svanbjörnsdóttir á 49:48. Staðan í stigakeppninni er jöfn og spennandi og munu úrslit í flestum flokkum ráðast í síðasta hlaupinu sem fram fer í lok mars. Hér má sjá öll úrslit og stöðuna í stigakeppninni.
Langar þig að hlaupa?
UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.