• hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 11-14 2021
  • UFA bikar 2025

Fréttir

Bjartmar íþróttamaður UFA 2008

Bjartmar Örnuson var valinn íþróttamaður UFA árið 2008. Bjartmar er einn fresmsti millivegalengdahlaupari landsins og sýndi góðar framfarir á liðnu ári. Hann stundar íþrótt sína vel og er góð fyrirmynd fyrir unga og upprennandi íþróttamenn.
Lesa meira

Metþátttaka í Gamlárshlaupi

Rúmlega hundrað manns tóku þátt í Gamlárshlaupi og göngu UFA sem fram fór í morgun í blíðskaparveðri. Þetta mun vera besta þátttaka sem náðst hefur í hlaupinu í tuttugu ára sögu þess.  Að hlaupi loknu voru dregin út glæsileg útdráttarverðlaun og Bjarg bauð upp á veitingar.
Í 4 km hlaupi var Bjarki Gíslason fyrstur á 17:09, annar var Einar Máni Friðriksson á 17:59 og þriðji var Tryggvi Unnsteinsson á 19:26. Fyrst kvenna var Tinna Sif Sigurðardóttir á 18:20, önnur var Halldóra S. Halldórsdóttir á 19:26 og þriðja var Arna Björg Jónasardóttir á 19:27. Í 10 km hlaupi var Björn Margeirsson fyrstur á 34:51, Bjartmar Örnuson var annar á 34:58 og þriðji var Andri Steindórsson. Í kvennaflokki var Rannveig Oddsdóttir fyrst á 42:00 Sigríður Einarsdóttir var önnur á 43:16 og þriðja var Björk Sigurðardóttir á 46:15.
Tímar allra sem hlupu, úrslit í aldursflokkum og staðan í stigakeppni vetrarhlaupanna verður birt hér á síðunni innan tíðar.
Lesa meira

Enn bætir Bjarki Íslandsmet

Á jólamóti ÍR í gær vann Bjarki stangarstökki með stökki upp á 4,65 m sem er nýtt Íslandsmet og á Bjarki þá eins og áður hefur komið fram íslandsmetið í 3 flokkum drengja, unglinga og ungkarla bæði innan og utanhúss. Bjarki hefur 5 sinnum á árinu bætt Íslandsmetið innanhúss 12 flokkamet og 4 sinnum bætt metið utanhúss 11 flokkamet.  Sannarlega glæsilegur árangur. Til hamingju Bjarki.

Lesa meira

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA