Aðalfundur UFA var haldinn 1. mars sl. í kaffiteríunni í Íþróttahöllinni og var fundurinn vel sóttur af iðkendum, foreldrum og öðrum velunnurum félagsins.
Farið var yfir ársskýrslur úr starfseminni og ársreikningur samþykktur. Helstu fréttir af fundinum má finna í fundargerð aðalfundar sem er hér fyrir neðan ásamt ársskýrslum, ársreikningi og fjárhagsáætlun fyrir árið 2023.
Á fundinum var kjörin ný stjórn sem skiptir með sér verkum á næstu dögum.
Í stjórn UFA starfsárið 2023-2024 voru kosin:
Rósa Dagný Benjamínsdóttir
Rósa Hrefna Gísladóttir
Jóna Finndís Jónsdóttir
María Indriðadóttir
Katrín Ósk Guðmundsdóttir
Tjörvi Leó Helgason (áheyrnarfulltrúi iðkenda)
Í varastjórn voru kosin:
Hulda Berglind Árnadóttir
Stefán Þór Gestsson
Guðmundur Víðir Gunnlaugsson er áfram skoðunarmaður reikninga.
Ársskýrsla UFA 2022
Ársreikningur UFA 2022
Ársskýrsla UFA Eyrarskokk 2022
Fjárhagsáætlun UFA 2023
Samþykktar lagabreytingar - eiga eftir að fá staðfestingu ÍSÍ
Fundargerð aðalfundar, 1. mars 2023
Við þökkum RUB23 kærlega fyrir góða súpu og brauð á fundinum!