Hlaupaleiðir
Rás- og endamark er við Hof og er hlaupið um eyrina og meðfram ströndinni í átt að flugvellinum svo hlaupaleiðin er marflöt og vænleg til góðra afreka.
5 km hlaupaleið
Ræst er á göngustíg við Glerárgötu rétt sunnan við Hof. Hlaupið meðfram Glerárgötu, niður Strandgötu og Hjalteyrargötu, tekinn krókur um Gránufélagsgötu og Laufásgötu og Silfurtanga og síðan beygt aftur aftur inn á Hjalteyrargötu og henni fylgt að Óseyri. Hlaupið eftir Óseyri og hringur rangsælis um Ósvör, hlaupið aftur inn á Óseyrina og sama leið hlaupin til baka.
Ein drykkjarstöð er á leiðinni (við Ósvör) þar sem boðið er upp á vatn.
Hæðarkort 5 km
10 km hlaupaleið
Ræst er á göngustíg við Glerárgötu rétt sunnan við Hof. Hlaupið meðfram Glerárgötu, niður Strandgötu og Hjalteyrargötu, tekinn krókur um Gránufélagsgötu og Laufásgötu og Silfurtanga og síðan beygt aftur inn á Hjalteyrargötu og henni fylgt að Óseyri. Hlaupið eftir Óseyri og hringur rangsælis um Ósvör, hlaupið aftur inn á Óseyrina og sama leið hlaupin til baka, í gegnum markvsæðið og síðan áfram eftir Glerárgötu og Drottningarbraut að snúningspunkti og sama leið til baka í mark.
Tvær drykkjarstöðvar eru á leiðini. Við Ósvör eftir 2,5 km er boðið upp á vatn og eftir 5 km (við markið) er boðið upp á vatn og orkudrykk.
Hæðarkort 10 km
21,1 km hlaupaleið
Í hálfmaraþoni er 10 km hringurinn hlaupinn tvisvar en snúningspunktur er 550 m sunnar í fyrri hringnum en þeim seinni, svo fyrri hringurinn er 1100 m lengri en sá seinni.
Ræst er á göngustíg við Glerárgötu rétt sunnan við Hof. Hlaupið meðfram Glerárgötu, niður Strandgötu og Hjalteyrargötu, tekinn krókur um Gránufélagsgötu og Laufásgötu og Silfurtanga og síðan beygt aftur aftur inn á Hjalteyrargötu og henni fylgt að Óseyri. Hlaupið eftir Óseyri og hringur rangsælis um Ósvör, hlaupið aftur inn á Óseyrina og sama leið hlaupin til baka, í gegnum markvsæðið og síðan áfram eftir Glerárgötu ogen í seinni hring er snúningspunkturinn á Drottningarbraut 500 m fyrr en í fyrri hringnum. Drottningarbraut að snúningspunkti, til baka að markinu, þar í gegn og sami hringur hlaupinn aftur, en í seinni hring er snúningspunkturinn 500 m fyrr en í fyrri hringnum.
Drykkjarstöð er við markið þar sem farið er í gegn þrisvar sinnum, eftir 5 km, 11 km og 16 km og þar er boðið upp á vatn og orkudrykk. Einnig er boðið upp á vatn á drykkjarstöð í Ósvör (eftir 2,5 km og 13,5 km) og við snúningspunkt á Drottningarbraut (eftir 8 km og 18,5 km).