UFA á Sumarleikum HSÞ

UFA fjölmennti á Sumarleika HSÞ á Laugum í Reykjadal núna um helgina. Yfir fjörutíu iðkendur UFA kepptu þar Í mikilli veðurblíðu, þau yngri í fjörþraut og þau eldri í hinum ýmsu greinum.

Árangurinn var frábær, margir bættu sig í sínum greinum, fjölmargir unnu til verðlauna svo næg tilefni voru til þess að fagna. Árangur í einstökum greinum má finna á fri.is (Sumarleikar HSÞ).

Fjörþraut 9 ára og yngri var líka sérstaklega skemmtileg, langhlaup (400 m), langstökk, boltakast og boðhlaup. Mikið kapp var í krökkunum og allir fór heim með þátttökupening um hálsinn.

Það var gaman að sjá hvað UFA-appelsínuguli hópurinn í brekkunni var stór, það er svo mikilvægt að eiga öflugan foreldra-/aðstandendahóp á bakvið liðið okkar!

Nágrönnum okkar í HSÞ kunnum við bestu þakkir fyrir vel skipulagt og reglulega skemmtilegt mót!

 

UFA hópurinn í fjörþraut á Sumarleikum
Öflugi fjörþrautarhópurinn okkar!


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA