Enn vantar nokkra sjálfboðaliða í ýmis störf Landsmótsdagana 9.-12. júlí. Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst hjá Guðmundi Víði logbergsgata7@simnet.is
Bjarki Gíslason keppir í stangarstökki fyrir Íslands hönd í Evrópubikarnum í Sarajevo um næstu helgi og Unnar Vilhjálmsson verður einn af þjálfurum hópsins. Bjarki keppir á sunnudaginn, hér er hægt að skoða heimasíðu mótsins www.etcsarajevo2009.com.ba
Bjarki varð í 4. sæti á Norðurlandamótinu í fjölþrautum í Kópavogi um síðustu helgi, með 6693 stig. Bjarki sigraði í 2 greinum stangarstökki og 400m hlaupi, varð 2. í spjótkasti og 3. í 110m grindahlaupi.