Langar ţig ađ hlaupa?
UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.
UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.
Frá og með deginum í dag fara allar frjálsíþróttaæfingar UFA fram á nýja vellinum við Hamar.
UFA/UMSE varð í 4. sæti í heildarstigakeppninni. Bjarki Gíslason stóð sig best af okkar krökkum, hann vann stangarstökkið varð 2. í 110 m grindarhlaupi og 3. í langstökki og 3. stigahæsti í karlaflokki, Bjartmar varð 3. í 400 m grindahlaupi, Hulda Margrét 3. í stönginni og Arna Valgerður í spjótinu. Óskum við þeim til hamingju með árangurinn. Þökkum öllum þeim sjálfboðaliðum sem hjálpuðu okkur við framkvæmd mótsins.
Ákveðið hefur verið að bjóða upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir öldunga einu sinni í viku í sumar. Æft verður á frjálsíþróttavellinum við Hamar á þriðjudagskvöldum milli kl. 17:30 og 19:00. Allir sem orðnir eru 25 ára eða eldri eru velkomnir á þessar æfingar og hvetjum við fólk til að nýta tækifærið og þá frábæru aðstöðu sem við höfum fengið til að rifja upp gamla takta. Fyrsta æfingin verður næstkomandi þriðjudag. Nánari upplýsingar gefur Unnar í síma 868 4547.