• hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • UFA bikar 2025
  • MÍ 11-14 2021

MÍ 11-14 ára

Helgina 15. – 16. ágúst verður Meistaramót Íslands 11 – 14 ára haldið á Höfn í Hornafirði.  Þangað verður haldið með rútu ásamt liði frá UMSE og gist í skólastofum.  Búast má við að kostnaður við þessa ferð verði a.m.k. á bilinu 10 – 15 þúsund.  Ef næg þátttaka fæst stefnum við á fjáröflun fyrir ferðina, sölu á rúnstykkjum n.k. laugardagsmorgun.  Þeir sem vilja taka þátt í því hafi samband við Unu í s. 899-7229 eða netfangið valagil20@simnet.is fyrir föstudag. 

Unnar er byrjaður að taka niður skráningar á mótið en síðasti dagur til þess er n.k. mánudagur. Þá þurfum við að  fá a.m.k. tvo fararstjóra úr hópi foreldra til að hugsa um börnin og annast skipulagningu ferðarinnar.  Áhugasamir hafi samband við Unu.


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA