• MÍ 11-14 2021
  • hlaup

    Langar ţig ađ hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • UFA bikar 2025

Fréttir

1. maí hlaup

Skráning er hafin í 1. maí hlaup UFA sem fram fer á sunnudaginn. Hægt er að skrá sig með því að senda póst á netfangið ufa@ufa.is og gefa upp nafn, fæðingarár, skóla (ef um grunnskólanemanda er að ræða) og vegalengd sem á að hlaupa og einnig er tekið við skráningum í Sportveri á Glerártorgi. Við vekjum athygli á því að í ár er keppt í tveimur flokkum skóla í grunnskólakeppninni, flokki fámennra skóla (innan við 100 nemendur) og flokki fjölmennra skóla (100 nemendur eða fleiri) og einnig er í fyrsta skipti boðið upp á leikskólahlaup. Helstu styrktaraðilar hlaupsins eru eins og undanfarin ár, Greifinn, Sportver og Verkalýðsfélögin á Norðurlandi.

Nánari upplýsingar um hlaupið eru hér.

Lesa meira

Breytingar á ćfingum hjá 15 ára og yngri um nćstu helgi

Þar sem Íþróttahöllin er upptekin bæði á föstudaginn og sunnudaginn sem gerir það að verkum að æfingar falla niður þá daga höfum við ákveðið að hafa aukaæfingar á morgun, fimmtudag 7/4 klukkan 17-18:15 í Boganum og á laugardaginn frá 11-12 í þrekhöllinni, þeir sem vilja geta svo skroppið í sund eftir æfinguna (en greiða það að sjálfsögðu sjálfir).

Bestu kveðjur,
Maja og Unnar
Lesa meira

Úrslit í vetrarhlaupum UFA

Síðasta vetrarhlaup vetrains fór fram á laugardaginn, 20 keppendur mættu til leiks og hlupu 10 km hring. Stefán Viðar Sigtryggsson kom fyrstur í mark á 37:30 og tryggði sér þar með sigur í stigakeppni karla. Annar í mark var Snævar Már Gestsson sem jafnframt varð annar í stigakeppninni og þriðji var Bjartmar Örnuson. Í kvennaflokki var Rannveig Oddsdóttir fyrst á 41:18, Sigríður Einarsdóttir var önnur á 44:33 og þriðja var Guðrún Nýbjörg Svanbjörnsdóttir á 48:16 og sigruðu þær þar með stigakeppni kvenna í þessari röð. Í liðakeppninni bar lið Eyrarskokks sigur úr bítum með 16 stig, sveit UFA varð í öðru sæti með 14 stig og Bjarg í þriðja sæti með 12 stig. Nánari úrslit má sjá hér.

Lesa meira

Svćđi

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA