• MÍ 11-14 2021
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • UFA bikar 2025

Síðasti dagur til að ná fyrstu pöntun æfingagalla

Fyrsta pöntun á nýjum æfingagjöllum verður send af stað mánudaginn 6. júní. Þeir sem ætla að ná sér í galla í þessari fyrstu pöntun þurfa því að hafa samband við Toppmenn og Sport á morgun, þar er líka hægt að máta galla til að finna út rétta stærð. Við bendum á að hagstæðasta verðið fæst með því að panta gallana nú. Þeir koma til með að hækka eitthvað í seinni pöntunum, -þegar ekki næst sami magnafsláttur og nú. Verðið er nú kr. 7850 fyrir barnagallana og í kringum 9.000 fyrir fullorðinsgallana. Hægt er að fá nafnið sitt prentað á gallann fyrir kr 600.

Þjálfarar taka við skráningum nýliða á æfingum næstu daga (og vikur). Við biðjum foreldra þeirra barna sem eru að byrja að fylgja börnum sínum á fyrstu æfinguna og fylla út skráningarblað hjá þjálfurum. Æfingagjald greiðist inn á reiknin UFA  145-26-7701 kt. 520692-2589 upplýsingar um verð fyrir hvern flokk er að finna udnir linknum "æfingar og gjaldskrá" hér til vinstri á síðunni. Senda þarf staðfestingu á greiðslu með nafni barns á netfangið: huldaolafsdottir@simnet.is Ef nýta á tómstundaávísun frá Akureyrarbæ má koma henni á heimilisfang gjaldkera: þórunnarstræti 97. Möguleiki er að fá greiðsluseðil fyrir æfingagjöldum en þá þarf að vera búið að sedna upplýsingar um greiðanda fyrir 24. júní á netfang gjaldkera.


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA