Baldvin Þór Magnússon heldur áfram að gera það gott í hlaupunum og sló um helgina 39 ára gamalt Íslandsmet Jóns Diðrikssonar í 1500 m hlaupi utanhúss. Baldvin hljóp á tímanum 3:40,74 sem er sekúndubæting á fyrra meti.
Lesa meira
1. maí hlaup UFA fer fram með óhefðbundnum hætti dagana 30. apríl til 2. maí. Hlaupið verður í formi segments á Strava. Hlaupið er til styrktar barna og unglingastarfi UFA og þeir sem greiða þátttökugjöld eiga möguleika á útdráttarverðlaunum. Hlaupaleiðirnar eru tvær, tæpir 5 km og tæpir 2 km.
Lesa meira