• hlaup

  Langar þig að hlaupa?

  UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

  Nánari upplýsingar hér.

   

 • MÍ 15-22 ára 2021

  UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

 • MÍ 11-14 2021

Baldvin og Sigþóra kepptu á Evrópubikar

Mynd frá FRI.is
Mynd frá FRI.is

Tveir öflugir liðsmenn UFA, þau Baldvin Þór Magnússon og Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir, kepptu fyrir hönd landsliðsins á Evrópubikar landsliða frjálsum íþróttum í Stara Zagora í Búlgaríu í júní.

Baldvin Þór náði þriðja sæti í 1500 metra hlaupi á tímanum 3:47,54 mín og sigraði svo keppni í 3000 metra hlaupi á tímanum 8:01,56 mín sem er persónulegt met og mjög nálægt Íslandsmetinu í greininni.

Sigþóra Brynja keppti í fyrsta sinn fyrir Íslands hönd á mótinu. Hún bætti sína tíma í 3000 metra og 5000 metra hlaupum þrátt fyrir óþarflega mikinn hita á mótsstað. Hún hljóp 3000 metra hlaupið á tímanum 10:23,44 mín og 5000 metra hlaupið á 17:52,14 mín.

Baldvind Þór á Evrópubikar

Baldvind Þór á Evrópubikar

Myndir frá FRI.is


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA