• UFA bikar 2025
  • MÍ 11-14 2021
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

Fréttir

Rífandi stemning í Akureyrarhlaupi Mizuno og atNorth

Það var gríðargóð stemning í Akureyrarhlaupi Mizuono og atNorth sem fór fram í gærkvöldi í blíðskaparveðri. 240 hlauparar mættu til leiks og var gaman að sjá fjölbreytnina í hópnum. Margir af okkar sterkustu götuhlaupurum voru mættir til leiks, en líka nýliðar í íþróttinni, börn í fylgd með foreldrum og fullbúnir lögreglu- og slökkviliðsmenn. Yngstu þátttakendurnir voru 12 ára og sá elsti 78 ára og vill svo skemmtilega til að þeir hlupu 5 km á svipuðum tíma eða í kringum 30 mínútur.
Lesa meira

Akureyrarhlaup Mizuno og atNorth

Akureyrarhlaup Mizuno og atNorth fer fram fimmtudaginn 3. júlí.
Lesa meira
Til hamingju Unnar!

Til hamingju Unnar!

Okkar allra besti Unnar Vilhjálmsson fékk fálkaorðuna í dag. Innilegar hamingjuóskir og þakkir fyrir kraftinn og eljuna!
Lesa meira
  • Um UFA

    Ungmennafélag Akureyrar var stofnað 5. apríl 1988. UFA er ungmenna- og íþróttafélag sem heldur úti metnaðarfullu starfi. Öflugt sjálfboðaliðastarf er grunnurinn að góðu gengi félagsins. Til að geta stutt við okkar íþróttamenn þurfum við á stuðningi félagsmanna og aðstandenda að halda. Einn sjálfboðaliði með hverjum iðkanda, t.d. sem starfsmaður á einu móti yfir árið. Vertu með og taktu þátt í því skemmtilega starfi sem UFA vinnur.

    Meira

  • Frjálsar á facebook

    UFA er með Facebook-síður fyrir mismunandi aldurshópa og foreldra iðkenda. Endilega óskið eftir inngöngu í viðeigandi hóp.

  • UFA Eyrarskokk

    UFA Eyrarskokk er öflugur hlaupahópur sem varð til vorið 2013 þegar hlauparar á Akureyri ákváðu að sameina nokkra smærri hópa í einn stóran og öflugan. Hópurinn hefur vaxið jafnt og þétt síðan og er í dag orðinn fjölmennur og breiður, skipaður fólki af öllum stærðum og gerðum með mismunandi hlaupastíl og hlaupahraða.

    Meira

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA