EM U18 LÁGMARK hjá Tobíasi
Lesa meira
Mikið fjör verður á frjálsíþróttavellinum um næstu helgi, þegar krakkar og ungmenni keppa þar í frjálsum íþróttum. Allir eru velkomnir til að koma að fylgjast með afrekum unga fólksins okkar og hvetja þau til dáða.
Lesa meira
Gaman er að segja frá því að þrír úr æfingahópi UFA kepptu á NM 20 sem fram fór í Uppsala í Svíþjóð helgina 26.-27. júlí 2025.
Egill Atlason Waagfjörð sem æft hefur með UFA og HSÞ undanfarin ár endaði 8. í þrístökkinu með stökki yfir PB en vindur var aðeins yfir mörkum. Egill er á leið í St. Thomas hásólann í New York síðar í ágúst mánuði og verður þar við nám og æfingar næstu fjögur árin en Egill hlaut skólastyrk þar.
Elena Soffía Ómarsdóttir varð 6. í spjótkasti á nýju persónulegu meti þegar hún kastaði 44,18m. Öll gild köst Elenu voru yfir 40m og er hún í góðu formi eftir meiðsli sem komu upp í vor þegar hún braut bein í ristinni.
Tobías Þórarinn Matharel varð einnig 6. í langstökki með glæsilega seríu þar sem 4 stökk voru yfir hans áður besta og serian jöfn og glæsileg, 6,81 - 6,80 - 6,80 og 6,79m .Tobias hefur verið að komast í sitt besta form á undaförnum vikum. Þess má geta að í miðri keppni voru Elena og Tobías í verðlauna baráttu fram að síðustu umferð.
Allir þessir unglingar stefna á verðlaunasæti á Meistaramóti Íslands sem haldið verður á Selfossi 22.-24. ágúst. Metfjöldi iðkenda UFA hefur náð lágmörkum inn á meistaramótið eða 25 manns, 12 konur og 13 karlar. Það stefnir í að UFA sendir fjölmennt og öflugt lið til leiks á Selfossi.
Lesa meira