• MÍ 11-14 2021
  • MÍ 15-22 ára 2021

    UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

Vetrarhlaup UFA 24.–26. febrúar 2021

Fjórða hlaupið þennan veturinn verður líka í formi segments á Strava og svo krossum við öll putta og vonum að hægt verði að halda síðasta hlaup vetrarins með hefðbundnu sniði og hafa lokahóf.

Hægt verður að hlaupa leiðina frá miðvikudegi 24. til föstudags 26. febrúar. Við hvetjum þátttakendur til að gæta vel að fjarlægðamörkum og að halda 2ja metra bili á meðan hlaupið er. Ekki er nauðsynlegt fyrir alla liðsmenn í hverju liði að hlaupa á sama tíma, hver og einn getur hlaupið þegar hentar.

 

Skráning

Þeir sem eru á Strava og skrást inn á segmentið eru þar með sjálfkrafa skráðir í hlaupið. Þeir sem ekki nota Strava eða ef eitthvað fer úrskeiðis varðandi segmentið geta sent skráningu í messenger skilaboðum á FB síðu Vetrarhlaupa https://www.facebook.com/vetrarhlaup . Þátttaka er öllum að kostnaðarlausu að þessu sinni.

 

Einstaklingskeppni:

Einstaklingskeppni fer fram á Strava og er búið er að gera Segment úr hlaupaleiðinni. Til að eiga möguleika á að fá stig í einstaklingskeppninni þarf að hlaupa leiðina og láta Strava taka tímann fyrir sig. Með því að hlaupa leiðina skráist Segmentið sjálfkrafa. Efstu hlauparar í kvenna- og karlaflokki fá stig. 1. sæti fær 10 stig, 2. sæti fær 9 stig og svo koll af kolli niður í 1 stig. Allir sem eru í 10. sæti eða lægra fá 1 stig fyrir þátttökuna. Ekki er samt nauðsynlegt að hafa aðgang að Strava til að geta tekið þátt í hlaupinu en án Strava er ekki hægt að fá stig fyrir efstu sætin í einstaklingskeppninni, bara stig í liðakeppninni.

 

Stigakeppni liða

Hámark fimm einstaklingar geta skipað hvert lið. Hægt er að fá 1, 3 eða 5 stig í hverju hlaupi og fer það eftir mætingu liðsmanna. 5 stig fást ef 5 liðsmenn klára hvert hlaup fyrir sig, 3 stig fást ef 4 liðsmenn klára og 1 stig fæst ef 3 liðsmenn klára.

 

Hlaupaleiðin

Við mælum með að skoða vel segmentið á Strava áður en lagt er af stað, athugið að hringurinn á segmentinu er hlaupinn réttsælis.

https://www.strava.com/segments/27369814

Hlaupið hefst við gangbrautina (með ljósunum) yfir Dalsbraut til móts við Lundarskóla. Hlaupið er til suðurs og yfir Skógarlund við hringtorgið og áfram haldið beint áfram eftir stígnum meðfram Dalsbraut. Vinstrisveigur kemur svo á stíginn sem er hlaupinn og er þá farið meðfram Miðhúsabraut. Þegar komið er að Mýrarvegi er farið yfir hann og nánast strax eftir það beygt til hægri yfir gangbraut yfir Miðhúsabraut. Þegar komið er yfir er beygt til vinstri og stígurinn meðfram Naustahverfi hlaupinn sem leið liggur að hringtorginu við Naustagötu, þá er beygt upp til hægri. Hlaupið er þá upp að næsta hringtorgi sem er við Kjarnagötu. Farið er yfir Kjarnagötu og svo til hægri eftir henni, fram hjá Bónus þar sem farið er yfir Miðhúsabraut aftur og beygt upp til vinstri og þaðan inn á MS stíginn. Sá stígur er hlaupinn út á enda og beygt til hægri í átt að Rauða krossinum en ekki er farið yfir Þingvallastræti. Beygt er til hægri við Rauða krossinn, inn á Skógarlund og hann hlaupinn þangað til komið er að hringtorginu við Dalsbraut og beygt til vinstri og sama leið farin aftur að gangbrautinni þar sem hlaupið hófst.

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA