• UFA bikar 2025
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 11-14 2021

Vetrarhlaup nr. 2

Við bjóðum upp á stórskemmtilegt hringsól í Kjarnaskógi í vetrarhlaupi nr. 2 þar sem ríkishringurinn og þverbrautin verða í lykilhlutverki. Leiðin er eftirfarandi og er rúmlega 5 km löng:

Rás- og endamark er við Kjarnakot. Hlaupið er rangsælis eftir ríkishringnum (upp hjá elsta leiksvæðinu í byrjun) þar til komið er að þverbrautinni að neðanverðu. Hlaupið upp þverbrautina og beygt til hægri þegar komið er upp á ríkishringinn og hlaupinn einn hringur réttsælis. Niður þverbrautina eftir þann hring og í mark við Kjarnakot.

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA