• hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 15-22 ára 2021

    UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

  • MÍ 11-14 2021

Vetrarhlaup 24. nóvember 2021

Hlaupið að þessu sinni verður haldið með því sem næst eðlilegu sniði nema að ræsa þarf í tveimur hollum til að fjöldinn í hvoru holli fari ekki yfir gildandi fjöldatakmarkanir. Ræst verður í kynjaskiptum hollum til þess að hægt sé að gefa stig í þeim flokkum sem keppt er í.

Ræst verður frá Lundarskóla og er dagskráin með þessum hætti:

  • Karlar: miðasala hefst 16:50, ræs 17:15
  • Konur: miðasala hefst 17:20, ræs 17:45

Við biðjum þátttakendur að mæta með grímu í miðasölu og bera hana í rásmarki. Einnig biðjum við þátttakendur að staldra ekki lengi við eftir að komið er í mark.

Brautarvarsla verður við stærstu gatnamótin á leiðinni og biðjum við þátttakendur að fara varlega þar sem ekki er gæsla.

Leiðarlýsing

Leiðin er u.þ.b. 7,5 km. Ræst er við gangbraut yfir Dalsbraut til móts við Lundarskóla. Dalsbraut er hlaupin til suðurs en þegar komið er yfir Skógarlund er strax beygt til vinstri eftir Skógarlundi. Beygt er svo til hægri inn Mýrarveg og þá er hlaupin öll skeifan umhverfis VMA, þ.e. Mýrarvegur og Hringteigur. Þegar komið er að Mímisbraut (við stóru gulu blokkina) er beygt til hægri og svo fljótlega aftur til hægri við Þórunnarstræti. Hlaupið er eftir Þórunnarstræti og yfir gangbraut yfir Miðhúsabraut, inn í Naustahverfi. Þá er beygt til vinstri eftir stígnum meðfram Naustahverfi alveg að hringtorginu og þá er beygt til hægri upp Naustagötu. Hún er hlaupin upp að Kjarnagötu og þar er beygt til hægri eftir gangstétt vestan Kjarnagötu. Kjarnagata er hlaupin sem leið liggur að Naustaskóla, þar er beygt til hægri og stígurinn sem liggur á milli Naustaskóla og Naustatjarnar er hlaupinn þar til komið er á stíginn meðfram Naustahverfi sem búið var að hlaupa eftir. Farið er yfir Miðhúsabraut á sama stað og fyrr en beygt til vinstri að því loknu upp Miðhúsabraut. Hlaupið er sem leið liggur alla leið á MS stíginn sem er hlaupinn út á enda, beygt til hægri þar (ekki er farið yfir Þingvallastræti) og aftur til hægri við Rauða krossinn. Hlaupið er eftir Skógarlundi þar til komið er að gangbrautinni þar sem farið var yfir Skógarlund í upphafi hlaupsins og þar er beygt til vinstri aftur inn á Dalsbraut. Endamark er á sama stað og rásmark.

Upphaf og endir leiðarinnar, athugið að hlaupið er austan megin Dalsbrautar bæði í byrjun og enda hlaups, þótt myndin sýni annað -það var erfitt að teikna þetta skýrt.

Skeifa um VMA

Hringur um Naustahverfi

 

 

 

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA