• Auglýsing
    MÍ11-14 2014

    UFA leggur metnað sinn í að ráða til sín þjálfara sem hafa menntun og reynslu af þjálfun og starfi með börnum. 

  • Auglýsing
    Fjör í frjálsum

    UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

Hlaupaleiðir í Akureyrarhlaupi

Hlaupaleiðir
Rás- og endamark er við Hof og er hlaupið um eyrina og fram í Eyjafjörð svo hlaupaleiðin er marflöt og vænleg til góðra afreka.

5 km hlaupaleið
Ræst er á göngustíg við Glerárgötu rétt sunnan við Hof. Hlaupið meðfram Glerárgötu, niður Strandgötu og Hjalteyrargötu, tekinn krókur um Gránufélagsgötu og Laufásgötu og Silfurtanga og síðan beygt aftur aftur inn á Hjalteyrargötu og henni fylgt að Óseyri. Hlaupið eftir Óseyri og hringur rangsælis um Ósvör, hlaupið aftur inn á Óseyrina og sama leið hlaupin til baka.

Ein drykkjarstöð er á leiðinni (við Ósvör) þar sem boðið er upp á vatn.

Hæðarkort 5 km

10 km hlaupaleið
Ræst er á göngustíg við Glerárgötu rétt sunnan við Hof. Hlaupið meðfram Glerárgötu, niður Strandgötu og Hjalteyrargötu, tekinn krókur um Gránufélagsgötu og Laufásgötu og Silfurtanga og síðan beygt aftur aftur inn á Hjalteyrargötu og henni fylgt að Óseyri. Hlaupið eftir Óseyri og hringur rangsælis um Ósvör, hlaupið aftur inn á Óseyrina og sama leið hlaupin til baka, í gegnum markvsæðið og síðan áfram eftir Glerárgötu og Drottningarbraut að snúningspunkti og sama leið til baka í mark.

Tvær drykkjarstöðvar eru á leiðini. Við Ósvör eftir 2,5 km er boðið upp á vatn og eftir 5 km (við markið) er boðið upp á vatn og orkudrykk.

Hæðarkort 10 km

21,1 km hlaupaleið
Ræst er á göngustíg við Glerárgötu rétt sunnan við Hof. Hlaupið meðfram Glerárgötu, niður Strandgötu og Hjalteyrargötu, tekinn krókur um Gránufélagsgötu og Laufásgötu og Silfurtanga og síðan beygt aftur aftur inn á Hjalteyrargötu og henni fylgt að Óseyri. Hlaupið eftir Óseyri og hringur rangsælis um Ósvör, hlaupið aftur inn á Óseyrina og sama leið hlaupin til baka, í gegnum markvsæðið og síðan áfram eftir Glerárgötu og Drottningarbraut suður fyrir flugvöll þar sem farið er yfir Drottningarbrautina og inn á göngustíg meðfram Eyjafjarðarbraut. Göngustígnum fylgt að snúningspunkti og sama leið hlaupin til baka í mark.

Fjórar drykkjarstöðvar eru á leiðini og er boðið upp á vatn og orkudrykk á þeim öllum. Fyrsta drykkjarstöð er eftir 5 km (við markið), önnur við 9 km (áður en farið er yfir Eyjafjarðarbraut), þriðja við 13 km (rétt áður en komið er að snúningspunkti) og fjórða við 17 km (eftir að komið er yfir Eyjafjarðarbraut) er boðið upp á vatn og orkudrykk.

Hæðarkort 12,1 km

 

 

 

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA