• MÍ 11-14 2021
  • UFA bikar 2025
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

Hlaupaleið í vetrarhlaupi 30. október 2019

Hlaupið hefst við Bjarg kl. 17.30. Skráning á staðnum frá kl. 17.00.

Leiðin er u.þ.b. 6,6 km löng

Hlaupið er ræst á Bugðusíðu framan við Bjarg. Hlaupið niður Bugðusíðu, upp Austursíðu og Síðubraut og niður Vestursíðu. Beygt til hægri á Bugðusíðu og farið yfir Borgarbrautina við hringtorgið. Göngustíg fylgt í gegnum Giljahverfi, niður að og yfir Hlíðarbraut. Hlíðarbraut fylgt yfir göngubrú á Glerá og síðan Þingvallastræti að háskólastíg. Beygt inn á háskólastíginn og honum fylgt fram hjá háskólanum og niður að Borgarbraut. Beygt upp Borgarbrautina og henni fylgt upp að efsta hringtorgi. Hlaupið upp fyrir hringtorgið og farið þar yfir Borgarbrautina og síðan hlaupið niður Bugðusíðu að Bjargi.

 

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA