Leiðin er u.þ.b. 6,6 km löng. Byrjað og endað á Dalsbraut fyrir framan KA svæðið. Hlaupið suður Dalsbraut, austur Skógarlund og suður Mýrarveg að Miðhúsabraut. Farið yfir Miðhúsabraut á gangbraut og hlaupið á gangstétt meðfram Miðhúsabraut og sem leið liggur suður meðfram Naustabraut. Beygt upp Naustagötu við hringtorgið og hlaupið að hringtorgi við Kjarnagötu. Farið yfir Kjarnagötuna og hlaupið á gangstéttinni meðfram henni til norðurs að Miðhúsabraut. Farið yfir Miðhúsabraut á gangbraut (rétt hjá Bónus) og svo hlaupið á stígnum fyrir neðan Jólasveinabrekkuna, MS stíginn, smá bút niður Þingvallastræti og svo beygt suður Skógalund. Skógarlundur hlaupinn að Dalsbraut og endaspretturinn er norður Dalsbrautina til baka.
Langar þig að hlaupa?
UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.