• UFA bikar 2025
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 11-14 2021

Hlaupaleið í vetrarhlaupi 26. febrúar 2020

Leiðin er u.þ.b. 6,6 km löng. Byrjað og endað á Dalsbraut fyrir framan KA svæðið. Hlaupið suður Dalsbraut, austur Skógarlund og suður Mýrarveg að Miðhúsabraut. Farið yfir Miðhúsabraut á gangbraut og hlaupið á gangstétt meðfram Miðhúsabraut og sem leið liggur suður meðfram Naustabraut. Beygt upp Naustagötu við hringtorgið og hlaupið að hringtorgi við Kjarnagötu. Farið yfir Kjarnagötuna og hlaupið á gangstéttinni meðfram henni til norðurs að Miðhúsabraut. Farið yfir Miðhúsabraut á gangbraut (rétt hjá Bónus) og svo hlaupið á stígnum fyrir neðan Jólasveinabrekkuna, MS stíginn, smá bút niður Þingvallastræti og svo beygt suður Skógalund. Skógarlundur hlaupinn að Dalsbraut og endaspretturinn er norður Dalsbrautina til baka.

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA