• hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • Auglýsing
    MÍ11-14 2014

    UFA leggur metnað sinn í að ráða til sín þjálfara sem hafa menntun og reynslu af þjálfun og starfi með börnum. 

  • Auglýsing
    Fjör í frjálsum

    UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

Getur þú lagt okkur lið?

Líkt og hjá flestum íþróttafélögum byggir starf UFA að stórum hluta á starfi sjálfboðaliða. Einu launuðu starfsmenn félagsins eru þjálfarar þess, en annar daglegur rekstur er drifinn áfram með starfi sjálfboðaliða. Öll stjórnarstörf eru unnin í sjálfboðavinnu, mótahald krefst vinnu fjölda sjálfboðaliða sem og önnur verkefni sem félagið tekur að sér í þágu iðkenda sinna. Allt eru þetta skemmtileg og gefandi störf og lítið mál að halda uppi öflugu starfi ef margir hjálpast að.

Stjórn
Stjórn UFA sér um daglegan rekstur félagsins og hefur yfirumsjón með öllum málefnum félagsins. Stjórnin er skipuð fimm til sjö mönnum til eins árs í senn og fara stjórnarskipti fram á aðalfundi félagsins sem haldinn er í febrúar. Stjórnarstörf í félaginu krefjast engar sérþekkingar, en að sjálfsögðu er æskilegt að stjórnarmenn hafi einhverja þekkingu á frjálsum íþróttum og metnað fyrir hönd félagsins.

Nefndir
UFA heldur á ári hverju 4–6 frjálsíþróttamót, þrjú stór almenningshlaup (og nokkur minni) og stendur fyrir fjáröflun fyrir félagið í heild og minni hópa (s.s. söfnun fyrir æfinga- og keppnisferðir). Undirbúningur þessara viðburða er í höndum 3–5 manna nefnda sem starfa í nokkrar vikur eða mánuði eftir umfangi viðburða.

Sjálfboðaliðar
Síðast en ekki síst þurfum við á öflugum hópi sjálfboðaliða að halda sem eru tilbúnir til að vinna á mótum og taka þátt í öðrum verkefnum félagsins. Störf sem krefjast ekki langs undirbúnings eða fundarsetu af fólki heldur tímabundinnar vinnu.

Hikið ekki við að hafa samband og bjóða fram krafta ykkar, eða til að fá nánari upplýsingar. Við bíðum eftir að þið hafið samband.
Í tölvupósti á netfangið: ufa@ufa.is

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA