• MÍ 11-14 2021
  • UFA bikar 2025
  • hlaup

    Langar ţig ađ hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

Fréttir

NM 19 ára og yngri

FRÍ hefur tilkynnt val á unglingalandsliði fyrir Norðurlandamót 19 ára og yngri sem haldið verður í Kaupmannahöfn 3-4.september nk.
Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA var valinn og keppir hann í 100m hlaupi og 4x100 og 4x400m boðhlaupum. Í liðinu verða 9 stelpur og 8 strákar. Unnar Vilhjálmsson verður annar tveggja þjálfara hópsins.
Lesa meira

Norđurland í 4.sćti í bikarkeppni FRÍ

Sameiginlegt lið norðurlands hafnaði í 4.sæti í heildarstigakeppninni í Bikarkeppni FRÍ. Kvennaliðið varð í 3.sæti og karlaliðið í 5.sæti.
Hjá konunum munaði mestu um Hafdísi Sigurðardóttur HSÞ en hún vann allar sínar greinar þ.e. 100, 200,  400m hlaup og langstökk. Bjarki Gíslason UFA sigraði stangarstökkið, stökk 4,90m sem er jöfnun á hans besta árangri.
Lesa meira

Bikarkeppni FRÍ 1.deild

Bikarkeppni FRÍ fer fram nú um helgina, keppt er í 1.deild á Kópavogsvelli og þau lið sem þar keppa eru ÍR, FH, Breiðablik, HSK, Fjölnir/Ármann og lið Norðurlands sem er sameiginlegt lið HSÞ, UMSE, UMSS og UFA. Búast má með hörku keppni milli þessara liða. Lið Norðurlands er öflugt og ætti að geta blandað sér í baráttuna um efstu sætin, það verður því spennandi að fylgjast með en keppni hefst kl 20 í kvöld og lýkur svo á morgun. Úrslit má sjá jafnóðum á mot.fri.is
Lesa meira

Svćđi

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA