Bikarkeppni FRÍ fer fram nú um helgina, keppt er í 1.deild á Kópavogsvelli og þau lið sem þar keppa eru ÍR, FH, Breiðablik, HSK, Fjölnir/Ármann og lið Norðurlands sem er sameiginlegt lið HSÞ, UMSE, UMSS og UFA. Búast má með hörku keppni milli þessara liða. Lið Norðurlands er öflugt og ætti að geta blandað sér í baráttuna um efstu sætin, það verður því spennandi að fylgjast með en keppni hefst kl 20 í kvöld og lýkur svo á morgun. Úrslit má sjá jafnóðum á
mot.fri.is