Rúmlega 200 manns tóku þátt í 1. maí hlaupi UFA í morgun í fallegu veðri. Að þessu sinni var hlaupið frá íþróttaleikvanginum við Hamar og var góð stemning á vellinum á meðan hlaupið fór fram. Allir þátttakendur hlutu viðurkenningarpening fyrir þátttökuna og boðið var upp á Greifapizzur og Svala. Í skólakeppninni bar Grunnskólinn í Hrísey sigur úr bítum annað árið í röð. Í fjögra km hlaupi karla sigraði 15 ára drengur, Sigurður Sjon Sigurðsson á 17:47og fyrst kvenna var 16 ára stúlka Elise Marie Väljaots á 20:57. Í 10 km hlaupi karla sigraði Bjartmar Örnuson á perónulegu meti 34:34 og fyrst kvenna var Rannveig Oddsdóttir á 39:16. Nánari úrslit má sjá hér.
Langar þig að hlaupa?
UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.