Vetrarhlaup UFA 25. janúar 2023

Mæting að þessu sinni er við líkamsræktina Bjarg. Hlaupið er ræst í suður á Bugðusíðu en svo er beygt strax upp göngustíginn sem er norður af Síðuskóla. Þegar komið er á enda stígsins er beygt til hægri og hlaupið að Miðsíðu þar sem beygt er til vinstri. Miðsíða er hlaupin að Vestursíðu þar sem beygt er aftur til vinstri og Vestursíðunni fylgt þar til beygt er til hægri upp Bröttusíðu. Hlaupið er áfram og niður Borgarbraut og beygt inn á gangstétt við Merkigil (athugið að ekki er farið inn á stíg fyrir ofan Giljaskóla). Þar sem Merkigil beygir til austurs er haldið áfram til suðurs inn á göngustíg. Þarna þarf að vanda sig því göngustígurinn er ekki hlaupinn upp að Norðurorku eins og var í fyrsta hlaupi vetrarins heldur beygt til vinstri og þá er komið inn á aðalstíginn í gegnum Giljahverfið, þar sem beygt er fyrst til hægri og svo vinstri þar til komið er inn á nýja gang- og hjólastíginn við Hlíðarbraut. Nýi stígurinn er hlaupinn alveg að Borgarbraut þar sem beygt er til vinstri, Borgarbraut hlaupin alveg upp og svo sömu leið til baka og hlaupin var í byrjun hlaupsins og endar hlaupið á sama stað og það var ræst. Hlaupið er á milli 6,5 og 7 km.

Miðasala er frá 17:00 og ræsing verður 17:30. Miðinn kostar sem fyrr 500 kr og má greiða á staðnum (með peningum) eða millifæra inn á reikning 0565-26-494291 kt. 490922-0160 (ath. ný kennitala og reikningsnúmer). Gott er að skrifa „Vetrarhlaup“ sem skýringu og nauðsynlegt er að sýna staðfestingu á millifærslu í miðasölu.

Við hvetjum hlaupara til að fara varlega, velja skóbúnað eftir færi og fara varlega á gatnamótum, minni gatnamót verða ekki mönnuð brautarvörðum, bara hringtorgið við Merkigil/Hlíðarbraut.

Yfirlitsmynd öll leiðin:

Fyrsti og síðasti hluti leiðarinnar:

 

Hringur um Giljahverfi:

Hringur um Giljahverfi:

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA