Vetrarhlaup UFA 1. mars 2023

Hlaupið að þessu sinni hefst við bílastæðið við gömlu brýrnar, á Leirunum. Við ætlum að nýta okkur þetta undarlega veðurfar og hlaupa á stígum! Leiðin er u.þ.b. 7 km löng.

Hlaupin er hefðbundin leið yfir gömlu brýrnar en svo beygt til hægri meðfram ánni þegar farið hefur verið yfir þriðju og síðustu brúna. Hlaupið er til suðurs eftir bökkunum en beygt til vinstri stuttu áður en komið er að hesthúsum (það verður keila þar sem á að beygja). Þaðan er hlaupið upp að þjóðveg og þjóðvegur hlaupinn (vinstra megin og varlega!) þar til hægt er að beygja aftur inn á veginn yfir gömlu brýrnar og hlaupin hefðbundin leið aftur til baka á bílastæði.

Miðasala er frá 17:00 og ræsing verður 17:30. Miðinn kostar sem fyrr 500 kr og má greiða á staðnum (með peningum) eða millifæra inn á reikning 0565-26-494291 kt. 490922-0160 (ath. ný kennitala og reikningsnúmer). Gott er að skrifa „Vetrarhlaup“ sem skýringu og nauðsynlegt er að sýna staðfestingu á millifærslu í miðasölu.

Við hvetjum svo öll til að taka 29. mars frá en þá verður seinasta hlaupið þennan veturinn og lokahóf!

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA