• hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 11-14 2021
  • MÍ 15-22 ára 2021

    UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

Vetrarhlaup 27. nóvebmer 2024

Mæting í Lystigarðinn við LYST-kaffihús þar sem hlaupið er ræst til vesturs. Hlaupið  út um grænt hlið og
beygt þar strax til suðurs í átt að SAK. Farið niður bílastæðið við SAK og áfram niður Eyrarlandsveg meðfram Lystigarðinum, framhjá MA að Hrafnagilsstræti. Beygið þar til vinstri og farið upp Hrafnagilsstræti að Þórunnarstræti þar sem beygt er til vinstri, hlaupið norður að bílastæði MA, beygið inn á bílastæðið og hlaupið inn í og í gegnum garðinn að LYST þar sem hlaupinu lýkur eftir fimm hringi.
Leiðin er u.þ.b. 6 km.

Skráning við LYST-kaffihúst frá kl. 17.00 og hlaupið ræst kl. 17.30. Þátttökugjald kr. 1000.

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA