Vetrarhlaup 26.-28. janúar

Þriðja hlaupið þennan veturinn verður Strava/Segment keppni vegna fjölda smita í samfélaginu núna.

Hægt verður að hlaupa leiðina á miðvikudegi, fimmtudegi eða föstudegi (26.-28.jan). Þetta er gert til þess að dreifa vel úr hópnum og forðast að margir séu á sama tíma að hlaupa leiðina. Við hvetjum þátttakendur til að huga vel að sóttvörnum.

Ekki er nauðsynlegt fyrir alla liðsmenn í hverju liði að hlaupa á sama tíma, hver og einn getur hlaupið þegar hentar.

 

Skráning

Fyrir þau sem eru á Strava og skrást inn á segmentið er ekki nauðsynlegt að senda inn skráningu sérstaklega. Þau sem ekki nota Strava eða ef eitthvað fer úrskeiðis varðandi segmentið má senda skráningu í messenger skilaboðum á FB síðu Vetrarhlaupa https://www.facebook.com/vetrarhlaup. Skráningargjald er 500 kr eins og áður og biðjum við ykkur um að leggja inn á reikning 0565-14-100955 kt. 520692-2589. Gott er að skrifa „Vetrarhlaup“ sem skýringu.

 

Einstaklingskeppni

Einstaklingskeppni fer fram á Strava að þessu sinni. Hlaupið er Segment sem notað var í hlaupi 2 seinasta vetur (ekki láta það rugla ykkur að segmentið heitir Vetrarhlaup #2 þó þetta sé þriðja hlaupið í vetur). Til eiga möguleika á að fá stig í einstaklingskeppninni þarf að hlaupa leiðina og láta Strava taka tímann fyrir sig. Með því að hlaupa leiðina skráist Segmentið sjálfkrafa. Keppt er í stigakeppni í karla- og kvennaflokki í tveimur aldursflokkum; 39 ára og yngri og 40 ára og eldri. Fyrir fyrsta sæti í hverju hlaupi eru gefin tíu stig, níu stig fyrir annað sæti og þannig koll af kolli niður í níunda sæti sem gefur tvö stig, sæti þar fyrir aftan gefa síðan eitt stig. Ef tveir einstaklingar eru jafnir að stigum eftir fimmta hlaupið gildir sú regla að sá sem hefur oftar unnið hinn sigrar. Ekki er samt nauðsynlegt að hafa aðgang að Strava til að geta tekið þátt í hlaupinu en án Strava er ekki hægt að fá stig fyrir efstu sætin í einstaklingskeppninni, bara stig í liðakeppninni.

 

Stigakeppni liða

Hámark fimm einstaklingar geta skipað hvert lið. Hægt er að fá 1, 3 eða 5 stig í hverju hlaupi og fer það eftir mætingu liðsmanna. 5 stig fást ef 5 liðsmenn klára hvert hlaup fyrir sig, 3 stig fást ef 4 liðsmenn klára og 1 stig fæst ef 3 liðsmenn klára.

 

Hlaupaleiðin

Hlaupaðleiðin er 6 km löng og mörgum kunnug því sama leið var hlaupin síðasta vetur. Við mælum samt með að skoða vel segmentið á Strava áður en lagt er af stað, hér er það: https://www.strava.com/segments/26529795

Hlaupið hefst við stálhlið á göngustíg til móts við Borgir, húsnæði Háskólans á Akureyri. Hlaupið er til norðurs niður stíginn og beygt til hægri inn á göngustíg og í gegnum undirgöng Borgarbrautar, svo áfram yfir göngubrú Glerár (þessi rauða). Nú er hlaupið yfir gangbraut á Höfðahlíð og beygt til vinstri, áfram upp, yfir Skarðshlíð og svo beygt til hægri inn á gangstétt vestan megin Skarðshlíðar. Skarðshlíðin kláruð alveg alla leið niður þar til komið er á gangstíg meðfram og norðan við Glerá. Hann hlaupinn upp meðfram Gleránni og alveg upp í Höfðahlíð. Höfðahlíðin hlaupin alveg að gangbraut til móts svið göngubrú og er hlaupið aftur yfir göngubrú Glerár, svo hlaupið áfram í gegnum undirgöng og fljótlega sveigt til vinstri og hlaupin lúppa upp á gangstéttina við Borgarbraut. Nú beygt til vinstri og áfram upp Borgarbraut og stefnt að trjálundinum meðfram Gleránni. Beygt til vinstri inn á göngustíg sem leiðir í gegnum trjálundinn. Göngustígur kláraður og nú hlaupið upp á Hlíðarbraut. Hlíðarbraut fylgt að Þingvallastræti. Þingvallastræti hlaupið áfram að göngustíg við Nettó, þá beygt til vinstri inn á göngustíg sem leiðir niður að Háskóla. Háskólastígur hlaupinn alla leið að stálhliði sem er endamark.

Hlaupið er tvisvar sinnum (einu sinni í hvora átt) yfir rauða göngubrú yfir Glerá og undirgöng undir Borgarbraut. Á þessu korti sést hvernig hlaupið er í hvora átt, gult er í upphafi hlaups og rautt er þegar komið er að brú og undirgöngum í annað skiptið

 

Hlaupið hefst og endar við þetta hlið.

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA