• hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 15-22 ára 2021

    UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

  • MÍ 11-14 2021

Örmagna á endasprettinum

Rannveig Oddsdóttir 

Reykjavíkurmaraþon árið 2000 er sennilega það hlaup sem ég hef orðið fyrir mestum vonbrigðum með, en um leið það eftirminnilegasta á ferlinum hingað til.

Þetta var í sjötta sinn sem ég hljóp hálft maraþon og fram til þessa hafði það alltaf gegnið vonum framar og ég bætt tímann minn í hverju hlaupi. Ég var hins vegar óvenju stressuð og kvíðin fyrir þetta hlaup, sennilega vegna þess að ég vissi að ég átti góða möguleika á sigri, en ekki síður vegna þess að það var útlit fyrir að ég og Una, sem æfði með mér, yrðum í mikilli keppni þetta hlaup. Fram til þessa hafði ég alltaf verið nokkrum skrefum á undan henni en mánaðar æfingahlé mitt fyrr um sumarið varð til þess að það dróg mjög saman með okkur og við vorum því að stefna á mjög svipaðan tíma í þessu hlaupi. Dagana fyrir hlaup gerðum við því grín að því að sennilega myndum við spenna hvor aðra svo upp í hlaupinu að annað hvort myndum við báðar springa á miðri leið eða setja persónuleg met. Oddgeir þjálfarinn okkar var hins vegar svo almennilegur að ákveða að fylgja okkur í hlaupinu og hjálpa okkur að stilla hraðann.

Hlaupið fór vel af stað, framan af hlupum við öll þrjú saman og gekk sæmilega að halda þau hraðamörk sem við höfðum sett okkur (4 mín og 10 sek á km. -svona fyrir áhugasama). Um mitt hlaup var Una aðeins farin að dragast aftur úr og ég komin með nokkuð örugga forystu í kvennaflokk og farin að sjá verðlaunapallinn og utanlandsferðina í hyllingum. Ég var hins vegar óvenju þreytt og móð allt hlaupið enda var ég trúlega að hlaupa nær mínum hámarkshraða en oftast áður. Ég svitnaði líka mun meira en ég er vön enda gott veður og ég full mikið klædd. Ég hafði hins vegar ekki hugsun á að bæta mér upp það vökvatap með aukinni drykkju, hef hingað til farið hálfa maraþonið á nokkrum vatnssopum og hélt svipuðu drykkjumunstri þetta hlaup. Þ.e.a.s. einn sopi á hverri stöð, -eða tæplega það.

Þegar það voru 2-3 km. eftir fór Oddgeir að auka hraðann -eða það hélt ég. Hann vill hins vegar meina að ég hafi verið farin að hægja á mér og hann hafi einungis reynt að láta mig halda sama hraða. En hvernig sem það var þá var það of mikið fyrir mig þegar hér var komið sögu. Líkaminn öskraði orðið á mig að hægja á mér, en ég var staðráðin í að halda forystunni sem ég hafði og ná fyrsta sætinu (og ná jafnvel að bæta tímann minn líka). Þegar það var einn km. eftir leið mér orðið verulega illa, ég var orðin hræðilega móð og fann að ég hafði engan vegin líkamlegan kraft til að klára hlaupið á þessum hraða, en hélt í þá von að ég gæti klárað það á viljanum. En hugurinn ber mann víst ekki nema hálfa leið og þegar það voru nokkur hundruð metrar eftir í markið, fór mig að svima verulega, svo að lokum hélt ég jafnvæginu ekki lengur og var við það að hníga í götuna. Viðbragðssnöggir starfsmenn náðu hins vegar að grípa mig áður en ég datt alveg. Þeir reyndu að fá mig til að drekka vatn og orkudrykk og ætluðu að senda mig beint í sjúkrabíl, en ég var ekki alveg á þeim buxunum. Þó ég vissi varla orðið hvað snéri upp eða niður, þá vissi ég að ég var á leiðinni í mark. Þegar maður hefur séð fram á það allt hlaupið að verða fyrst í mark, þá er nú full langt gengið að fá síðan ekki einu sinni að klára hlaupið, þar að auki ætlaði hluti af fjölskyldunni að taka á móti mér í markinu, svo ég gat ekki farið að stinga af með sjúkrabíl! Eftir dálítið þref fékk ég það í gegn að fá að ganga í áttina að markinu með fríðu föruneyti sem hjálpaði mér að halda jafnvæginu og hélt líka hraðanum innan skynsamlegra marka þegar ég vildi fara að hlaupa aftur. Svo þrátt fyrir allt náði ég að ljúka hlaupinu og náði meira að segja betri tíma en í mínu fyrsta hálfa maraþoni tveimur árum fyrr.

Ég fékk góðrar móttökur í markinu, þar sem sjúkrafluttningamennirnir biðu eftir mér. Og þar sem ég var búin að fá því framgegnt að klára hlaupið gerðist ég nú samvinnuþýðari og hlýddi í einu og öllu því sem mér var sagt að gera. Ég slapp samt við að fara í sjúkrabílinn (sem betur fer ég var hálf hrædd um að missa af menningarnóttinni og flugeldasýningunni líka) en var studd í sjúkratjald þar sem ég fékk þessa fínu aðhlynningu. Mátti leggjast útaf (enda gat ég eiginlega ekki staðið) fékk ullarteppi og fullt af athygli. Orkudrykknum var hent en mér gert að drekka nokkur glös af appelsíni því það ku víst vera svo ljómandi sætt og gott og reynt að koma ofan í mig einhverju orkusúkkulaði líka sem ég hafði nú eiginlega ekki lyst á en reyndi að svæla í mig þar sem mér var sagt að það væri mér fyrir bestu. Heilsan kom fljótt aftur og mér var hleypt á fætur eftir ákveðið magn af appelsíni og þegar ég gat sýnt fram á að ég gæti gegnið óstudd. Harðsperrurnar urðu ansi svæsnar daginn eftir og það tók meltinguna einhverja daga að komast í samt lag en að öðru leyti varð mér ekki meint af. Vissulega var svekkjandi að missa af sigrinum en það er þó allavega ekki hægt að segja annað en ég hafi tapað með stæl í þetta skiptið!

Fréttir
Á döfinni
Æfingar
Hlaupaleiðir og kort
Götuhlaup
Frásagnir og greinar
Að byrja
Tenglar
1. maí hlaup
Akureyrarmaraþon
Gamlárshlaup
Stigahlaup 2002
Akureyrarhlaup
Vetrarhlaup UFA
1998
1999
2000
2001
2002
2003
2004
2005
2006
1998
1999
2000
2001
Úrslit
Framkvæmd
Úrslit
Framkvæmd
1998
1999
2000
2001
2002
2003
2004
2005
2006
Framkvæmd
Úrslit
Leiðalýsing
Úrslit
Leiruhlaup
Páskahlaup
1. maí hlaup
Staðan
Leiðalýsing
Kort
Úrslit
Leiðalýsing
Kort
Úrslit
Leiðalýsing
Kort
Úrslit
2002
2003
2004
2005
2006
2003-2004
2004-2005
2005-2006
Til sölu
Óskað eftir
Mótaskrá UFA
Mótaskrá FRÍ
Mót UFA og úrslit
2003
1998
1999
2000
2001
2002
2003
2004
2007
2006
2005
2003
2002
2001
2000
Innanhúss
Utanhúss
1998
1999
2000
2001
2002
2003
2004
2005
1998
1999
2000
2001
2002
2003
2004
Veturinn 2006-2007
Afsláttarreglur
Stjórnin
Ársskýrsla

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA