Boðhlaup

Í 10 km hlaupinu er hægt að skrá fjögurra manna sveit til leiks sem skiptir með sér leiðinni þannig að hver liðsmaður hleypur 2,5 km. Sá sem hleypur fyrsta sprettinn fer af stað með öðrum 10 km hlaupurum kl. 20.05. Aðrir liðsmenn þurfa að koma sér á sinn upphafstað og taka við keflinu þar. Leggirnir fjórir eru eftirfarandi:

  1. Frá rásmarki við Hof og út í Sandgerðisbót.
  2. Frá Sangerðisbót og til baka að Hofi (að rás-/endamarki).
  3. Frá rás-/endamarki við Hof að snúningspunkti á Drottningarbraut sem er því sem næst beint neðan við Mótorhjólasafnið.
  4. Frá snúningpunkti neðan við Mótorhjólasafnið að endamarki við Hof.

Boðhlaupið er skemmtilegt hópefli fyrir fjölskyldur, vinnustaði eða vinahópa -og tilvalið að skora á aðra að tefla fram liði. Þannig geta vinnustaðir t.d. teflt fram nokkrum liðum og verið með sína eigin keppni.

Veitt verða verðlaun fyrir þá sveit sem nær besta tíma boðhlaupssveita í hlaupinu.

Þátttökugjald fyrir boðhlaupssveit er kr. 6.000.

Skráning fer fram á hlaup.is og einnig verður hægt að skrá sig í World Class við Strandgötu milli kl. 16.00 og 17.30 á keppnisdag, en þá hækkar þátttökugjaldið um kr. 1.000.

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA