• MÍ 11-14 2021
 • hlaup

  Langar ţig ađ hlaupa?

  UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.

  Nánari upplýsingar hér.

   

 • MÍ 15-22 ára 2021

  UFA býđur upp á frjálsíţróttaćfingar fyrir alla aldurshópa. Viđ getum bćtt viđ okkur iđkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

Barđsneshlaup 2005

Þorlákur Axel Jónsson segir frá

Ég hljóp Barðsneshlaup um helgina, 3:03:11 var tíminn en stefndi á að
hlaupa á innan við 3 tímum.

Lengi vel var allt í sómanum, veðrið var frábært og sól skein í heiði.
Leiðin var sæmilega greiðfær til að byrja með og fór svo batnandi þegar
komið var inn í fyrsta fjörðinn af þrem en versnaði snögglega þegar hlaupið
var niður svokallaðan Viðfjarðarmúla. Aftur batnaði leiðin í Hellisfirði
en varð síðan torsótt yfir svonefndan Götuhjalla. Þá var farið að
styttast og sá heim í Norðfjörð en þá tókst mér að villast.

Allir voru ferjaðir á gúmmíbáti frá Neskaupstað til Barðsness, það
var skemmtileg upplifun. Tímasetningar stóðust, drykkjarstöðvar vel
mannaðar og maður hafði ekki á tilfinningunni að maður bæri beinin þarna
í fjöllunum þó maður væri einn og yfirgefinn á ókunnum slóðum.

Lengi vel er leiðin rækilega merkt - enda eins gott af því að það gæti
klárað þrek hlaupara að leita leiðarinnar t.d. þegar hlaupið er ofan
Viðfjarðarmúla eða niður Götuhjallann.

En mér tókst þrátt fyrir merkingar að villast. Við hlauparar ræddum á
eftir að þegar maður byrjar að villast, þá heldur maður áfram að villast
og það var það sem gerðist. Fyrst lenti ég inni í girðingu þar sem var
ekki bara ein stika heldur tugir eða hundruð slíkra, lenti á
rafmagnsgirðingu og vippaði mér yfir hana, fann stikur á ný og stefndi
"fram í Norðfjarðarsveit", sem var það eina sem ég vissi um framhaldið.

Ég hafði skilið leiðarlýsinguna þannig að það ætti að finna þjóðveginn
og fylgja honum svo í bæinn. Maður á bóndabæ sem ég var í þann mund að
hlaupa framhjá, sagði mér að ég færi villur vegar og benti mér á hvar ég
ætti að fara yfir ána. Þar lenti ég raunar uppi á "gríninu" með
einhverjum golfleikurum og tók stefnuna á bílastæðið við golfvöllinn.
Þeir sneru mér á rétta braut en þá tókst mér enn að villast og krækti
fyrir flugvöllinn var mér sagt en hef enn ekki áttað mig á hvar ég hefði átt
að hlaupa ef ekki þarna.

Sjálfur hef ég tekið þátt í að skipuleggja Akureyrarhlaup undanfarin ár,
eins og þið vitið, og veit allt um það hversu erfitt er að átta sig á
því hvar ókunnugir geti villst. Sjálfur er maður blindur á smugur sem
engum heilvita manni ætti að detta í huga að fara um. En eins og
máltækið segir "víða ratar Ingjaldsfíflið".

Ég mæli með Barðsneshlaupi sem utanvegahlaupi. Það er erfiðara heldur
en Þorvaldsdalshlaup þó það sé ekki mikið lengra.

Davíð Hjálmar Haraldsson setti saman eftirfaradi vísur um hlaup Þorláks:

Barðsneshlaup mun örðugt enn.
Er þar flest á hvolfi.
Við rafgirðingar rembast menn
og reyna sig í golfi.

Við flugvélar þeir fara í kapp,
á fjallaslóða tryllast
og Þorláki sem þangað skrapp
því miður tókst að villast.

Svćđi

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA