Vetrarhátíðin Éljagangur verður sett í Hlíðarfjalli kl. 19:00 á fimmtudaginn með snjóhindrunarhlaupi í boði UFA. Þetta er skemmtihlaup þar sem hlaupið er yfir snjóskafla og og aðrar vetrarhindranir og vonum við að sem flestir mæti og skemmti sér með okkur. Bæjarstjórnin hefur fengið sérstakt boð um að mæta og sýna hvað í henni býr og verður fróðlegt að sjá hvernig forsvarsmenn vetraríþróttabæjarins standa sig í vetraríþróttunum. Eftir hlauiið verður svo vasaljósaganga skíðafélagsins, þar sem öll ljós í fjallinu verða slökkt og eina lýsingin verður kertaljós sem raðað hefur verið við göngubrautina og höfuðljós þátttakenda. Eftir það verður svo boðið upp á kakó og vöfflur. Sannkölluð vetraríþróttastemning í fjallinu sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Nánari upplýsingar um vetraríþróttahátíðina Éljagang má sjá á heimasíðu hennar www.eljagangur.is
Langar þig að hlaupa?
UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.