Tæplega þrjátíu hlauparar tóku þátt í öðru vetrarhlaupi vetrarins sem fram fór í morgun. Í karlaflokki var Bjartmar Örnuson fyrstur á 37:26 fast á hæla honum kom Stefán Viðar Sigtryggsson á 38:03 og þriðji í karlaflokki var Halldór Arinbjarnarson á 43:37. Fyrst kvenna var Rannveig Oddsdóttir á 41:56 önnur var Sigríður Einarsdóttir á 45:21 og þriðja var Helga Árnadóttir á 46:48. Hér má sjá tíma allra sem hlupu í dag og staðan í stigakeppninni eftir tvö fyrstu hlaupin verður uppfærð von bráðar.
Langar þig að hlaupa?
UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.