Nú í kvöld lýkur 13. Unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið var um helgina í Borgarnesi. Nærri 600 keppendur tóku þátt í frjálsíþróttakeppninni og munu mótsgestir í heildina hafa verið um 12000. Keppendur frá UFA voru 19, þetta var fjölskylduferð og skemmtu allir sér vel í þessu frábæra veðri sem var í Borgarnesi um helgina.
Næsta unglingalandsmót verður svo haldið á Egilsstöðum að ári liðnu og við setningu mótsins var tilkynnt að unglingalandsmót árið 2012 verður haldið á Selfossi.
Helsti árangur UFA fólks var eftirfarandi:
Kolbeinn Höður Gunnarsson: 1.sæti í 100 m hlaupi 15-16 ára á 11,68sek.
og 2.sæti í hástökki, stökk 1,74m
Agnes Eva Þórarinsdóttir í flokki 17-18 ára: 1.sæti í langstökki, stökk 5,34m
1. sæti í kringlukasti með 26,60m og 2.sæti í 100m hlaupi á 13,41sek.
Heiðrún Dís Stefánsdóttir í flokki 17-18 ára: 1.sæti í 800m hlaupi á 2.32,67 mín og 2.sæti í langstökki stökk 4,55m
Ásgerður Jana Ágústsdóttir 14 ára: 1.sæti í hástökki, stökk 1,59m og 3.sæti í spjótkasti, kastaði 32,25m
UFA stelpur 17-18 ára urðu í 1.sæti í 4x100m boðhlaupi á 55,27sek.
Sigþór Gunnar Jónsson 12 ára varð í 3.sæti í hástökki, stökk 1,36m
Magnús Aríus Ottósson 13 ára varð í 3.sæti í spjótkasti með 37,32m.
Langar þig að hlaupa?
UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.