Kæru foreldrar/forráðamenn Framundan er Unglingalandsmótið á Sauðárkróki fyrir iðkendur 11 – 18 ára. Að venju er það um verslunarmannahelgina og nú á Sauðárkróki og því ekki mjög langt að fyrir okkur UFA fólk að fara. Unnar tekur við skráningum á mótið sem best er að ganga frá í þessari viku en allra síðasti séns til þess er á mánudaginn. Keppnisgjald er 6000 kr. á keppanda og greiðist fyrir brottför. Að venju er þetta fjölskylduferð og við fáum úthlutað sérstöku svæði til að tjalda á saman, þá ætlar UMSE að reisa samkomutjaldið sitt og fáum við afnot af því einnig. Liðsstjórar í ferðinni verða þær Ingibjörg Magnúsdóttir (mamma Magnúsar Aríusar) og Björg Eiríksdóttir (mamma Rúnar og Eiríks) Við viljum boða ykkur foreldra á fund vegna ferðarinnar n.k. mánudagskvöld kl. 20 í Hamri. Þar verður farið nánar yfir dagskrá mótsins, tekið á móti greiðslum og skráningum ef einhverjir eiga það eftir, spjallað og spáð. Mikilvægt er að allir sjái sér fært að mæta. Áfram UFA.UnglingalandsmótskveðjurÞjálfarar, liðstjórar og stjórn UFA