Sumarleikar HSÞ eru haldnir nú um helgina á Laugum í frábæru veðri.
Þetta er fjölskyldu- og útileguferð hjá mörgum. Keppendur eru 32 frá UFA, en samtals eru þátttakendur á mótinu 168. Margir frá UFA hafa lent í verðlaunasætum t.d. varð Agnes Eva Þórarinsdóttir í 1.sæti í spjótkasti 17-18 ára, kastaði 31,92m hún sigraði einnig í 100m hlaupi á 13,71sek og í kringlu með 30,47m
Örn Dúi Kristjánsson í 17-18 ára flokki sigraði í 100m hlaupi á 12,24sek 400m hlaupi á 53,36sek, 300m grind á 42,20sek og í hástökki, stökk 1,85m
Kolbeinn Höður Gunnarsson 15-16 ára sigraði í hástökki með 1,70m og í 100m hlaupi á 11,91sek
Þorsteinn Helgi Guðmundsson varð í 1.sæti í spjótkasti karla, kastaði 51,23m og í kringlu með 34,51m
Ásgerður Jana Ágústsdóttir sigraði í langstökki 13-14 ára stökk 5,05m og í 400m hlaupi á 1,04,88mín
Sigþór Gunnar Jónsson 11-12 ára sigraði í 60m hlaupi á 9,39sek og í 400m hlaupi á 1,10,19mín
Hrefna Ottósdóttir varð i 1.sæti í hástökki 9-10 ára stökk 1,10m
Líney Lilja Þrastardóttir sigraði í 60m hlaupi 9-10 ára á 10,32sek
Heiðrún Dís Stefánsdóttir varð í 1.sæti í 400m hlaupi 17-18 ára á 1,03,88mín
Bjartmar Örnuson varð í 1.sæti í 400m hlaupi karla á 51,58sek
Elvar Örn Sigurðsson varð í 1.sæti í 100m hlaupi karla á 12,28sek og að lokum sigraði Stefán Þór Jósefsson í 1500m hlaupi 17-18 ára á 4,52,60mín
Keppni hefst svo í dag kl 13:30 og verður keppt í fjölmörgum greinum.
Langar þig að hlaupa?
UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.