Silfurleikar ÍR eru haldnir nú um helgina í Laugardalshöllinni. Mótið er eitt af fjölmennustu frjálsíþróttamótum ársins og er til minningar um silfur Vilhjálms Einarssonar á Olympíuleikunum í Melbourne 1956 þegar hann stökk 16,26m í þrístökki. Mótið er fyrir 16 ára og yngri. Keppendur eru 543 talsins.
Ekki var um skipulagða ferð á þetta mót af hálfu félagsins en tveir keppendur fóru á eigin vegum, þau Ásgerður Jana Ágústsdóttir og Kolbeinn Höður Gunnarsson.
Kolbeinn gerði sér lítið fyrir og sigraði í þeim greinum sem hann tók þátt í,
þ.e. í 200m hlaupi á 23,52 sek, 60m grindahlaupi á 8,78 sek og í 60m hlaupi á 7,40 sek. Kolbeinn var að bæta tímann sinn í öllum greinunum. Ásgerður Jana varð í 4.sæti í kúlu, kastaði 9,42m og í hástökki varð hún í 5-7.sæti en hún stökk 1,40m.
Langar ţig ađ hlaupa?
UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.