Reykjavík International Games, RIG fara fram nú um helgina, í fjórða sinn.
Þetta er alþjóðlegt mót þar sem keppt er í 12 íþróttagreinum og er heildarfjöldi keppenda um 2000 Erlendir keppendur eru á fjórða hundrað og koma þeir frá 17 löndum, þar á meðal eru nokkrir verðlaunahafar frá Ólympíuleikum, Evrópu- og heimsmeistaramótum.
Flest besta frjálsíþróttafólk landsins er mætt til keppni í dag, en keppendur í frjálsum eru rúmlega sjötíu, þar á meðal eru fjórir Norðmenn.
Keppendur UFA eru fimm og verður gaman að fylgjast með gengi þeirra, en bein útsending verður frá mótinu á RUV og hefst hún kl 13
Langar þig að hlaupa?
UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.