UFA stendur fyrir sínu árlega frjálsíþróttamóti í Boagnum laugardaginn 7. nóvember og hefst keppni kl. 14:00. Keppt verður í þremur aldursflokkum, 11-12 ára, 13-14 ára og 15 ára og eldri. Þáttökugjald er kr 1000 fyrir hvern keppanda óháð greinafjölda og greiða allir þátttakendur, heimamenn og gestir það gjald.
Keppnisgreinar eru eftirfarandi:
11-12 ára: 60 m hlaup, 600 m hlaup, langstökk, hástökk og kúluvarp.
13-14 ára: 60 m hlaup, 600 m hlaup, 60 m grindahlaup, langstökk, hástökk og kúluvarp.
15 ára og eldri: 60 m hlaup, 600 m hlaup, 60 m grindahlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp og e.t.v. stangarstökk.
Ath. tímaseðill mótsins er aðgengilegur á mótaforriti FRÍ en endanlegar tímasetningar liggja þó ekki fyrir fyrr en skráningu er lokið.
Sunnudaginn 29. nóvember mun UFA halda annað mót fyrir 10 ára og yngri í Íþróttahöllinni á æfingatíma UFA milli kl. 15:00 og 17:00.Báðum þessum mótum lýkur með pizzu og drykk fyrir alla þátttakendur.