Næstkomandi laugardag, 14. nóvember verður Nóvembermót HSÞ haldið á Húsavík. Mótið hefst kl. 13:00 og stendur fram til kl. 17:00. Keppnisgreinar og nánari tímasetningar má sjá á tímaseðli mótsins í mótaforriti FRÍ. UFA stefnir að því að fjölmenna á mótið en þó verður ekki kostuð rúta heldur farið á einkabílum. Þjálfarar taka við skráningum á mótið á æfingum á miðvikudag og fimmtudag og þá verður einnig skipulagt hvernig verður farið, hverjir geta keyrt o.þ.h. Þeir foreldrar sem sjá sér fært að fara með eru beðnir að setja sig í samband við þjálfara.
Langar þig að hlaupa?
UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.