• UFA bikar 2025
  • MÍ 11-14 2021
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

MÍ seinni dagur, 2 Íslandsmeistaratitlar

Bjartmar Örnuson varð Íslandsmeistari í 800m hlaupi á 1:59,70mín og strákarnir í UFA sveitinni í 4x400m boðhlaupi urðu  Íslandsmeistarar á 3:24,41mín Í sveitinni voru Bjarki, Bjartmar, Kolbeinn Höður og Örn Dúi.
Stelpurnar, þær Agnes Eva, Heiðrún Dís, Ásgerður Jana og Rakel Ósk urðu í 2. sæti í 4x400m boðhlaupi á 4:07,35mín
Agnes Eva Þórarinsdóttir varð í 3. sæti í 60m grindahlaupi á 9,57sek og þrístökki stökk 10,58m. Rakel Ósk Björnsdóttir varð í 3. sæti í stangarstökki með 2,85m
Örn Dúi Kristjánsson varð í 3. sæti í 60m grindahlaupi á 8,79sek
Í heildarstigakeppninni varð UFA í 4. sæti, ÍR sigraði, hafði mikla yfirburði, en þau 3 félög sem næst komu þ.e. HSK/Selfoss, FH og UFA voru mjög jöfn. UFA varð í 3.sæti í stigakeppni kvenna og í 4. sæti hjá körlum.
Til hamingju keppendur og þjálfarar!


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA