Meistaramóti Íslands 11-14 ára, fer fram nú um helgina í Laugardalshöllinni í Reykjavík, 379 keppendur eru skráðir frá 19 félögum víðsvegar um landið. Í okkar hópi eru 12 keppendur ásamt nokkrum foreldrum og Unnari og Maríu þjálfurum. Gist er, ásamt UMSE, í félagsmiðstöðinni Frostaskjóli. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefur allt gengið vel og er ekki vitað annað en að allir skemmti sér hið besta. Keppendur enduðu daginn í gær á að fara í sund og lazer-tag.
Af árangri gærdagsins má nefna að:
Ásgerður Jana Ágústsdóttir varð Íslandsmeistari í hástökki 13 ára stelpna en hún stökk 1,59m hún varð einnig í 5.sæti í kúluvarpi, kastaði 9,39m
Sunna Rós Guðbergsdóttir í flokki 13 ára varð í 2.sæti í 60m hlaupi á 8,65sek.
Valþór Ingi Karlsson í flokki 13ára varð í 3.sæti í kúluvarpi kastaði 10,75m
Berglind Björk Guðmundsdóttir í flokki 12ára varð í 8.sæti í langstökki stökk 3,97m
Hinar 12 ára stelpurnar, Monika Sól Jóhannsdóttir, Dagný Guðmundsdóttir , Rún Árnadóttir og Máney Nótt Steinþórsdóttir stóðu sig einnig mjög vel í langstökkinu, voru allar fyrir framan miðju en yfir 50 keppendur voru í þessum flokki.
Frábær árangur hjá okkar fólki!