MÍ 11-14 ára á Akureyri

Lið 13 ára stráka hjá UFA varð íslandsmeistari
Lið 13 ára stráka hjá UFA varð íslandsmeistari

Ungmennafélag Akureyrar bauð til Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum 11 til 14 ára sem fór fram á Akureyri núna um helgina, 9.- 10. júlí. Um 200 keppendur voru skráðir til leiks frá 16 félögum og héraðssamböndum.

UFA átti þrjátíu keppendur á mótinu sem allir stóðu sig með prýði, þónokkrir þeirra hafa nýlega bæst við hópinn og erum við alsæl með fjölgunina. Veðrið lék við okkur meirihluta tímans og fjöldinn allur af sjálfboðaliðum gerði félaginu mögulegt að halda mótið með sóma.

UFA varð í þriðja sæti félagsliða á mótinu!
Lið 13 ára stráka varð íslandsmeistari í stigakeppninni í sínum flokki.
Iðkendur eignuðust 12 íslandsmeistaratitla, auk þess sem þau urðu sex sinnum í öðru sæti og 11 sinnum í því þriðja.

Íslandsmeistarar urðu:
- Tobías Þórarinn Matharel, 13 ára flokkur pilta, í 80m grindahlaupi, langstökki, þrístökki og spjótkasti.
- Arnar Helgi Harðarson, 13 ára flokkur pilta, í 80m hlaupi og 300m hlaupi
- Brynjar Páll Jóhannsson, 14 ára flokkur pilta, í 80m hlaupi og langstökki.
- Aníta Lind Sverresdóttir, 14 ára flokkur stúlkna, í hástökki
- Hreggviður Örn Hjaltason, 13 ára flokkur pilta, í kringlukasti
- Emelía Rán Eiðsdóttir, 13 ára flokkur stúlkna, í kringlukasti
- Fríða Björg Tómasdóttir, 14 ára flokkur stúlkna, í kringlukasti

Frekari úrslit má nálgast hér.

MÍ 11-14 ára  MÍ 11-14 ára

MÍ 11-14 ára  MÍ 11-14 ára

MÍ 11-14 ára  MÍ 11-14 ára

MÍ 11-14 ára  MÍ 11-14 ára

MÍ 11-14 ára  MÍ 11-14 ára

MÍ 11-14 ára  MÍ 11-14 ára

MÍ 11-14 ára  MÍ 11-14 ára

MÍ 11-14 ára  MÍ 11-14 ára

MÍ 11-14 ára  MÍ 11-14 ára

 

MÍ 11-14 ára

 Myndir af Flickr síðu FRÍ

 

 


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA