• MÍ 11-14 2021
  • UFA bikar 2025
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

Meistaramót Íslands í fjölþrautum

Nú um helgina fer fram á Kópavogsvelli, meistaramót Íslands í fjölþrautum og lengri boðhlaupum. Um 40 keppendur eru skráðir til leiks. UFA á 6 keppendur á mótinu en Bjarki Gíslason og Elvar Örn Sigurðsson keppa í tugþraut í karlaflokki, Örn Dúi Kristjánsson og Stefán Þór Jósefsson keppa í tugþraut í flokki 17-18 ára.  Heiðrún Dís Stefánsdóttir og Ásgerður Jana Ágústsdóttir keppa í sjöþraut, Heiðrún Dís í kvennaflokki og Ásgerður Jana í flokki 15-16 ára.
Eftir fyrri dag er Bjarki í 1.sæti í karlaflokki og Elvar Örn í 3.sæti, Örn Dúi í 2.sæti í flokki 17-18 ára og Stefán Þór í 3.sæti. Heiðrún Dís er í 4.sæti í kvennaflokki og Ásgerður Jana er í 3.sæti í flokki 15-16 ára. Fínn árangur í dag, en á morgun verður síðan keppni haldið áfram. Úrslit í einstökum greinum má sjá inn á mot.fri.is


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA