• MÍ 11-14 2021
  • UFA bikar 2025
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

Meistaramót Íslands 15-22 ára, seinni dagur

UFA stúlkur 17-18 ára urðu Íslandsmeistarar í sínum flokki eftir mjög jafna og spennandi keppni við lið Breiðabliks og ÍR. Í heildarstigakeppninni lentum við í 4. sæti.
Helsti árangur dagsins í dag er eftirfarandi:
Kolbeinn Höður Gunnarsson varð í 1. sæti í 100m grindahlaupi 15-16 ára á 14,83sek. 1. sæti í 200m hlaupi á 23,44sek. og í 2. sæti í hástökki með 1,75m.
Örn Dúi Kristjánsson sigraði í 110m grindahlaupi 17-18 ára á 15,94sek. einnig í þrístökki, stökk 13,38m og varð annar í hástökki með 1,81m.
Haukur Geir Valsson sigraði í spjótkasti 19-22 ára með 53,74m. og Þorsteinn Helgi Guðmundsson varð í 2.sæti, kastaði 51,99m.
Kolbrún Helga Hansen sigraði í 800m hlaupi 17-18 ára á 2,51,54 mín.
Bjartmar Örnuson varð í 1. sæti í 3000m hlaupi á 9,28,66 mín. og 2. sæti í 800m hlaupi á 1,56,83 mín. í 19- 22 ára flokki.
Agnes Eva Þórarinsdóttir varð í 3. sæti í þrístökki 17-18 ára, stökk 10,32 m.
Heiðrún Dís Stefánsdóttir varð í 3. sæti í 100m grindahlaupi 17-18 ára á 18,14 sek.
Stefán Þór Jósefsson varð í 2. sæti í 800m hlaupi 17-18 ára á 2,20,99 mín.
Börkur Sveinsson varð í 3. sæti í kúluvarpi 19-22 ára, kastaði 13,03 m.
Í 4x400 m boðhlaupi  urðu stelpurnar í 2.sæti í flokki ungkvenna (Agnes, Heiðrún, Rakel og Kolbrún) og UFA ungkarlar (Örn Dúi, Eiríkur, Bjartmar og ) urðu í 3. sæti.
Átta Íslandsmeistaratitlar í dag!
Þetta er frábær árangur okkar fólks og óskum við keppendum og þjálfurum til hamingju.

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA