MÍ 11-14 ára hefur verið frestað um viku. Mótið átti að vera 6. - 7. mars en verður 13. - 14. mars. Næstkomandi miðvikudag verður haldinn fundur í íþróttahöllinni að lokinni æfingu kl. 18:00 þar sem rætt verður um ferðina, fararstjórn, hugsanlega fjáröflun o.fl. Foreldrar eru hvattir til að mæta á þennan fund.
Kveðja stjórn UFA og þjálfarar
Langar þig að hlaupa?
UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.