Landsmót UMFÍ 2009 og Ungmennafélag Akureyrar efna til kynningarfundar í Hamri v/Skarðshlíð miðvikudaginn 15. apríl kl. 21:00 um landsmótsmaraþon 2009, sem verður hlaupið 11. júlí í sumar. Boðið verður upp á fjórar vegalengdir; skemmtiskokk, 10 km, hálft maraþon og heilt maraþon.
Stefnt er að fjölmennasta almenningshlaupi á Akureyri til þessa. Nú taka allir þátt. Aldrei of seint að setja sér markmið, velja sér vegalengd við hæfi og taka stefnuna á 11. júlí.
Þaulvanir hlauparar mæta á fundinn og miðla af sinni reynslu um raunhæf æfingaplön o.fl.
Komið, fræðist og takið þátt í skemmtilegum umræðum.
Stefnt er að fjölmennasta almenningshlaupi á Akureyri til þessa. Nú taka allir þátt. Aldrei of seint að setja sér markmið, velja sér vegalengd við hæfi og taka stefnuna á 11. júlí.
Þaulvanir hlauparar mæta á fundinn og miðla af sinni reynslu um raunhæf æfingaplön o.fl.
Komið, fræðist og takið þátt í skemmtilegum umræðum.