Nú er sumarið í nánd og margir sem hafa sett markið á keppni í lengri hlaupum nú í
vor og sumar. Nú hefur hópur hlaupara á Akureyri ákveðið að standa fyrir keppni í
hálfmaraþonhlaupi næstkomandi laugardag, 25. apríl. Markmið hlaupsins er einkum að
gefa áhugasömum hlaupurum kost á að reyna sig í keppni og kanna stöðuna með
formlegri tímatöku eftir æfingar vetrarins. Ræst verður frá líkamsræktarstöðinni
Átaki klukkan 9:30 og hlaupið sem leið liggur 10,55 km inn í Eyjafjörð
(snúningspunktur við Kristnes) og sama leið til baka. Ein til tvær drykkjarstöðvar
verða á leiðinni. Keppendum býðst að nota búningsaðstöðuna í Átaki og fara í sturtu
og heitan pott að hlaupi loknu.
Þáttökugjald er 500 krónur sem greiðist á hlaupadag. Unnt verður að skrá sig á
staðnum frá kl. 9:00 á hlaupadegi en æskilegt er að sem flestir skrái sig með
tölvupósti á netfangið einar@iv.is , í síðasta lagi á hádegi á föstudag.
vor og sumar. Nú hefur hópur hlaupara á Akureyri ákveðið að standa fyrir keppni í
hálfmaraþonhlaupi næstkomandi laugardag, 25. apríl. Markmið hlaupsins er einkum að
gefa áhugasömum hlaupurum kost á að reyna sig í keppni og kanna stöðuna með
formlegri tímatöku eftir æfingar vetrarins. Ræst verður frá líkamsræktarstöðinni
Átaki klukkan 9:30 og hlaupið sem leið liggur 10,55 km inn í Eyjafjörð
(snúningspunktur við Kristnes) og sama leið til baka. Ein til tvær drykkjarstöðvar
verða á leiðinni. Keppendum býðst að nota búningsaðstöðuna í Átaki og fara í sturtu
og heitan pott að hlaupi loknu.
Þáttökugjald er 500 krónur sem greiðist á hlaupadag. Unnt verður að skrá sig á
staðnum frá kl. 9:00 á hlaupadegi en æskilegt er að sem flestir skrái sig með
tölvupósti á netfangið einar@iv.is , í síðasta lagi á hádegi á föstudag.